Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 15. mars 2023 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan 12 en hún hafði verið í gangi síðan miðvikudaginn 8. mars, fyrir viku síðan. Kosningabaráttan milli Elvu og Ragnars hefur verið hörð og hafa ásakanir gengið á víxl um óheiðarleika og fleira. Þetta er í þriðja sinn Ragnar ber sigur úr býtum í formannskjöri hjá VR en hann sigraði einnig árið 2017 og 2021. Árið 2019 var hann sjálfkjörinn. Greidd atkvæði voru 11.996 talsins en á kjörskrá voru 39.206 félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði gegn 4.732 atkvæðum Elvu. Samhliða formannskosningunni fór fram stjórnarkjör í félaginu þar sem kjörnir voru sjö stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír varamenn til eins árs. Eftirfarandi voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára: Halla Gunnarsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Jennifer Schröder Þórir Hilmarsson Vala Ólöf Kristinsdóttir Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin voru svo kosin varamenn í stjórn til eins árs. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn. Alls voru sextán manns sem buðu sig fram til stjórnar í VR.
Atkvæðagreiðslu lauk klukkan 12 en hún hafði verið í gangi síðan miðvikudaginn 8. mars, fyrir viku síðan. Kosningabaráttan milli Elvu og Ragnars hefur verið hörð og hafa ásakanir gengið á víxl um óheiðarleika og fleira. Þetta er í þriðja sinn Ragnar ber sigur úr býtum í formannskjöri hjá VR en hann sigraði einnig árið 2017 og 2021. Árið 2019 var hann sjálfkjörinn. Greidd atkvæði voru 11.996 talsins en á kjörskrá voru 39.206 félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði gegn 4.732 atkvæðum Elvu. Samhliða formannskosningunni fór fram stjórnarkjör í félaginu þar sem kjörnir voru sjö stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír varamenn til eins árs. Eftirfarandi voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára: Halla Gunnarsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Jennifer Schröder Þórir Hilmarsson Vala Ólöf Kristinsdóttir Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin voru svo kosin varamenn í stjórn til eins árs. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn. Alls voru sextán manns sem buðu sig fram til stjórnar í VR.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent