5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 09:00 Rusl safnast upp á götum Parísarborgar. AP/Thomas Padilla Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. „Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins. Frakkland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
„Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins.
Frakkland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira