Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 12:29 Það hefur heldur betur hitnað í kolunum í framboðsslagnum hjá VR. vísir/vilhelm Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. „Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira