Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar er haft eftir Birgi Olgeirssyni, upplýsingafulltrúa Play, að sjúkraflutningamenn hafi tekið á móti farþeganum við lendingu og komið honum á sjúkrahús.
Birgir gat ekki gefið upplýsingar um líðan farþegans. Gert er ráð fyrir því að vélin haldi áfram leið sinni til Keflavíkur eftir að eldsneyti hefur verið sett á hana.