Framkvæmdastjóri BBC biður áhorfendur afsökunar eftir erfiðan dag Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Gary Lineker hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. Vísir/Getty Framkvæmdastjóri BBC hefur beðið áhorfendur á Bretlandseyjum afsökunar eftir að mikil truflun varð á dagskrárliðum tengdum knattspyrnu í dag vegna ákvörðun stöðvarinnar að taka sjónvarspmanninn Gary Lineker af skjánum fyrir helgina. Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023
Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira