„Sé mig ekki fyrir mér gera neitt annað“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. mars 2023 06:01 Kári Egilsson var að senda frá sér plötuna Palm Trees In The Snow. Vísir/Vilhelm Kári Egilsson er 20 ára gamall tónlistarmaður sem byrjaði sjö ára gamall að æfa á píanó og hefur ekki litið til baka síðan. Kári var að senda frá sér plötuna Palm Trees In The Snow en blaðamaður tók á honum púlsinn og fékk að heyra nánar frá sköpunargleðinni og tónlistinni. „Það hefur gengið vel að semja fyrir plötuna en upptökur hafa tekið svolítinn tíma,“ segir Kári sem byrjaði að taka upp píanó parta fyrir plötuna í október 2021. Hann semur lög og texta, syngur, spilar á hljómborð og útsetur fyrir strengi og lúðra. Plötuumslagið er hannað af Halldóri Baldurssyni.Halldór Baldursson Albert Finnbogason sér um upptökustjórn, og spilar líka á gítar, bassa, og slagverk í sumum lögum. Platan var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og í heimastúdíói Alberts Finnbogasonar. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Sleepwalking af nýju plötu Kára, Palm Trees In The Snow: Áhuginn kviknaði strax „Það er pínu erfitt að segja hvenær hugmyndavinnan fyrir plötuna hófst en hún fór í það minnsta á flug yfir árið 2021.“ Kári útskrifaðist úr rytmísku og klassísku deild Menntaskólans í Tónlist og fékk fullan styrk til að ganga í tónlistarháskólann Berklee í Boston. Hann fékk hvatningarverðlaun ASCAP, samtök bandarískra lagahöfunda og tónskálda, árið 2018 og flutti sina eigin tónsmið á athöfn í Lincoln Center í New York. View this post on Instagram A post shared by Kári Egilsson/KÁRI (@karimusicofficial) „Ég var sjö ára þegar ég byrjaði að læra á píanó. Ég hafði strax mikinn áhuga á tónlistinni, var í klassíkinni og svo fór ég í jazz píanó og fór svolítið að semja popp lög og flytja með einhverjum misgóðum hljómsveitum þegar ég var í grunnskóla. Ég var svona um tíu ára þá. Þetta hefur einhvern veginn bara orðið og það var frekar snemma. Ég man ekki eftir neinu ákveðnu augnabliki,“ segir Kári sem sér framtíðina sannarlega fyrir sér í tónlistinni. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Something Better eftir Kára: Klippa: KÁRI - Something Better Gott að semja seint á kvöldin Platan er mikið samin í Covid faraldrinum. „Þetta er mikið bara ég á kvöldin í herberginu með hljómborðið að semja og oft á nóttunni,“ segir Kári sem vinnur mikið á kvöldin. „Þá er meiri friður oft sem er gott og það kannski gefur mér meira pláss til þess að skapa.“ Hann segir innblásturinn koma víða að. „Ég fæ hugmyndirnar til dæmis þegar ég er bara að spila á hljómborðið og reyna að finna melódíur en þær koma þegar ég er til dæmis bara á göngu í allt öðru umhverfi.“ Kári byrjaði sjö ára gamall að æfa á píanó.Saga Sig Heilmikil tjáning Það er erfitt fyrir Kára að koma ástríðu sinni á tónlist í orð. „Hún er stór hluti af lífi mínu, helsta áhugamálið mitt og líka vinna. Það er tjáning í henni og hún getur verið tilfinningaleg losun, stundum alveg ómeðvitað líka. Meira að segja í djassinum þar sem er enginn texti, þá er maður samt að gera eitthvað sem er heilmikil tjáning í.“ Aðspurður hvernig sé að deila hugarheimi sínum með hlustendum segir Kári: „Tilfinningin er mjög góð, að geta deilt tónlistinni minni með öðrum. Aðallega því ég er búinn að sitja á henni og vinna í henni svolítið lengi þannig það er gott að losna við hana, á mjög góðan hátt. Ég er mjög ánægður með hana og vona að fólk kveiki á henni. Öll svona feimni við að gefa plötuna út hefur í raun bara farið í ferlinu, nú er ég bara spenntur fyrir því.“ Næsta plata í bígerð Það er sjaldan lognmolla í kringum Kára, sem er strax farin að huga að næstu plötu. „Ég er með einhver sjö eða átta lög í bígerð sem eru mjög langt komin. Ætli hún komi ekki út á næsta ári á svipuðum tíma. Ég er með hljómsveit núna sem ég er að æfa með og við stefnum á að vera með útgáfutónleika í maí.“ Kári segir erfitt að velja sér uppáhalds lag af nýju plötunni þar sem það er stöðugt að breytast. „Ég held reyndar að platan verði endurtekin hlustun, það er margt í henni að finna og stundum kveikir maður ekki á því fyrr en eftir nokkrar hlustanir. Ég held það sé alltaf hægt að heyra eitthvað nýtt. Ég hef frekar mikinn áhuga á melódíu, flest sem ég geri bæði á þessari plötu og í djassinum er frekar melódískt og ég held það sé ákveðinn rauður þráður í því.“ Kári hefur mikinn áhuga á melódíu í tónlistinni.Saga Sig Ólík tímabil Kári hefur verið í tónlistinni í langan tíma miðað við aldur og hefur lært ýmislegt. „Það koma alltaf tímabil þar sem maður er á toppnum og svo önnur þar sem maður finnur sig ekki alveg jafn vel. En það er gott að vanalega leysist úr því. Það er mjög mismunandi hvernig ég vinn úr því, til dæmis að fara í ferðalög eða gera eitthvað annað í smá og geta svo komið ferskur til baka.“ View this post on Instagram A post shared by Kári Egilsson/KÁRI (@karimusicofficial) En hvar ætli hann sjái sig eftir fimm ár? „Það er góð spurning. Vonandi ef held þessu áfram þá verður fimmta platan komin út,“ segir Kári hlæjandi og bætir við: „Nei ég segi svona en í augnablikinu er ég að minnsta kosti ekki í vandræðum með efni. Ég sé mig allavega ekki fyrir mér vera að gera neitt annað, vonandi verð ég bara alltaf að verða betri og betri.“ Hann útilokar ekki að láta reyna á hinn stóra tónlistarheim. „Ég held að mikið af þessari tónlist hjá mér eigi alveg heima erlendis líka og ég syng á ensku. Það er aldrei að vita og maður vonar það besta,“ segir Kári að lokum. Hér er hægt að hlusta á tónlist Kára á Spotify. Tónlist Menning Tengdar fréttir „Hvorug glöð en bæði falleg“ Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar. 1. nóvember 2022 09:01 „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það hefur gengið vel að semja fyrir plötuna en upptökur hafa tekið svolítinn tíma,“ segir Kári sem byrjaði að taka upp píanó parta fyrir plötuna í október 2021. Hann semur lög og texta, syngur, spilar á hljómborð og útsetur fyrir strengi og lúðra. Plötuumslagið er hannað af Halldóri Baldurssyni.Halldór Baldursson Albert Finnbogason sér um upptökustjórn, og spilar líka á gítar, bassa, og slagverk í sumum lögum. Platan var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og í heimastúdíói Alberts Finnbogasonar. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Sleepwalking af nýju plötu Kára, Palm Trees In The Snow: Áhuginn kviknaði strax „Það er pínu erfitt að segja hvenær hugmyndavinnan fyrir plötuna hófst en hún fór í það minnsta á flug yfir árið 2021.“ Kári útskrifaðist úr rytmísku og klassísku deild Menntaskólans í Tónlist og fékk fullan styrk til að ganga í tónlistarháskólann Berklee í Boston. Hann fékk hvatningarverðlaun ASCAP, samtök bandarískra lagahöfunda og tónskálda, árið 2018 og flutti sina eigin tónsmið á athöfn í Lincoln Center í New York. View this post on Instagram A post shared by Kári Egilsson/KÁRI (@karimusicofficial) „Ég var sjö ára þegar ég byrjaði að læra á píanó. Ég hafði strax mikinn áhuga á tónlistinni, var í klassíkinni og svo fór ég í jazz píanó og fór svolítið að semja popp lög og flytja með einhverjum misgóðum hljómsveitum þegar ég var í grunnskóla. Ég var svona um tíu ára þá. Þetta hefur einhvern veginn bara orðið og það var frekar snemma. Ég man ekki eftir neinu ákveðnu augnabliki,“ segir Kári sem sér framtíðina sannarlega fyrir sér í tónlistinni. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Something Better eftir Kára: Klippa: KÁRI - Something Better Gott að semja seint á kvöldin Platan er mikið samin í Covid faraldrinum. „Þetta er mikið bara ég á kvöldin í herberginu með hljómborðið að semja og oft á nóttunni,“ segir Kári sem vinnur mikið á kvöldin. „Þá er meiri friður oft sem er gott og það kannski gefur mér meira pláss til þess að skapa.“ Hann segir innblásturinn koma víða að. „Ég fæ hugmyndirnar til dæmis þegar ég er bara að spila á hljómborðið og reyna að finna melódíur en þær koma þegar ég er til dæmis bara á göngu í allt öðru umhverfi.“ Kári byrjaði sjö ára gamall að æfa á píanó.Saga Sig Heilmikil tjáning Það er erfitt fyrir Kára að koma ástríðu sinni á tónlist í orð. „Hún er stór hluti af lífi mínu, helsta áhugamálið mitt og líka vinna. Það er tjáning í henni og hún getur verið tilfinningaleg losun, stundum alveg ómeðvitað líka. Meira að segja í djassinum þar sem er enginn texti, þá er maður samt að gera eitthvað sem er heilmikil tjáning í.“ Aðspurður hvernig sé að deila hugarheimi sínum með hlustendum segir Kári: „Tilfinningin er mjög góð, að geta deilt tónlistinni minni með öðrum. Aðallega því ég er búinn að sitja á henni og vinna í henni svolítið lengi þannig það er gott að losna við hana, á mjög góðan hátt. Ég er mjög ánægður með hana og vona að fólk kveiki á henni. Öll svona feimni við að gefa plötuna út hefur í raun bara farið í ferlinu, nú er ég bara spenntur fyrir því.“ Næsta plata í bígerð Það er sjaldan lognmolla í kringum Kára, sem er strax farin að huga að næstu plötu. „Ég er með einhver sjö eða átta lög í bígerð sem eru mjög langt komin. Ætli hún komi ekki út á næsta ári á svipuðum tíma. Ég er með hljómsveit núna sem ég er að æfa með og við stefnum á að vera með útgáfutónleika í maí.“ Kári segir erfitt að velja sér uppáhalds lag af nýju plötunni þar sem það er stöðugt að breytast. „Ég held reyndar að platan verði endurtekin hlustun, það er margt í henni að finna og stundum kveikir maður ekki á því fyrr en eftir nokkrar hlustanir. Ég held það sé alltaf hægt að heyra eitthvað nýtt. Ég hef frekar mikinn áhuga á melódíu, flest sem ég geri bæði á þessari plötu og í djassinum er frekar melódískt og ég held það sé ákveðinn rauður þráður í því.“ Kári hefur mikinn áhuga á melódíu í tónlistinni.Saga Sig Ólík tímabil Kári hefur verið í tónlistinni í langan tíma miðað við aldur og hefur lært ýmislegt. „Það koma alltaf tímabil þar sem maður er á toppnum og svo önnur þar sem maður finnur sig ekki alveg jafn vel. En það er gott að vanalega leysist úr því. Það er mjög mismunandi hvernig ég vinn úr því, til dæmis að fara í ferðalög eða gera eitthvað annað í smá og geta svo komið ferskur til baka.“ View this post on Instagram A post shared by Kári Egilsson/KÁRI (@karimusicofficial) En hvar ætli hann sjái sig eftir fimm ár? „Það er góð spurning. Vonandi ef held þessu áfram þá verður fimmta platan komin út,“ segir Kári hlæjandi og bætir við: „Nei ég segi svona en í augnablikinu er ég að minnsta kosti ekki í vandræðum með efni. Ég sé mig allavega ekki fyrir mér vera að gera neitt annað, vonandi verð ég bara alltaf að verða betri og betri.“ Hann útilokar ekki að láta reyna á hinn stóra tónlistarheim. „Ég held að mikið af þessari tónlist hjá mér eigi alveg heima erlendis líka og ég syng á ensku. Það er aldrei að vita og maður vonar það besta,“ segir Kári að lokum. Hér er hægt að hlusta á tónlist Kára á Spotify.
Tónlist Menning Tengdar fréttir „Hvorug glöð en bæði falleg“ Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar. 1. nóvember 2022 09:01 „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Hvorug glöð en bæði falleg“ Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar. 1. nóvember 2022 09:01
„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34