Heimsókn í skóla: FVA ætlar sér að ná fram hefndum eftir vonbrigði seinasta árs Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. mars 2023 17:00 Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi tók vel á móti Evu Margréti. RÍSÍ Fyrsta viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleik Rafíþróttasamtaka Íslands, eða FRÍS, fór fram síðastliðinn miðvikudag þar sem MS og FVA áttust við. Eins og síðustu ár tók Eva Margrét Guðnadóttir púlsinn á nemendum skólanna fyrir viðureignina. Eva skellti sér í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, eða FVA, en viðurkenndi þó að þrátt fyrir að hafa haft heilt ár til að leggja þetta langa nafn skólans á minnið hafi það ekki tekist. Á milli þess sem Eva skoðaði úrvalið í mötuneytinu og þreif klósett ræddi hún einnig við liðsmenn FVA sem keppa fyrir hönd skólans í FRÍS. FVA fór alla leið í úrslit Framhaldsskólaleikanna í fyrra þar sem liðið tapaði gegn Tækniskólanum og keppendur liðsins vonast til að ná fram hefndum í ár. FVA hafði að lokum betur gegn MS síðastliðinn miðvikudag og skólinn er því á leið í undanúrslit. Heimsókn Evu í FVA má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn í skóla: FVA ætlar sér að ná fram hefndum eftir vonbrigði seinasta árs Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram í kvöld þegar Menntaskólinn á Ásbrú og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ eigast við í átta liða úrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Bein útsending hefst klukkan 19:30. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport
Eva skellti sér í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, eða FVA, en viðurkenndi þó að þrátt fyrir að hafa haft heilt ár til að leggja þetta langa nafn skólans á minnið hafi það ekki tekist. Á milli þess sem Eva skoðaði úrvalið í mötuneytinu og þreif klósett ræddi hún einnig við liðsmenn FVA sem keppa fyrir hönd skólans í FRÍS. FVA fór alla leið í úrslit Framhaldsskólaleikanna í fyrra þar sem liðið tapaði gegn Tækniskólanum og keppendur liðsins vonast til að ná fram hefndum í ár. FVA hafði að lokum betur gegn MS síðastliðinn miðvikudag og skólinn er því á leið í undanúrslit. Heimsókn Evu í FVA má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn í skóla: FVA ætlar sér að ná fram hefndum eftir vonbrigði seinasta árs Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram í kvöld þegar Menntaskólinn á Ásbrú og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ eigast við í átta liða úrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Bein útsending hefst klukkan 19:30.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport