„Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Benedikt Guðmundsson hlustar á einn af reynsluboltum sínum í leikhléi hjá Njarðvíkurliðinu. Vísir/Diego Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway deild karla í körfubolta í vikunni og unnu áttunda deildarsigur sinn í röð á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira