Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 21:23 Linda Hrönn Þórisdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Vísir/Egill Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. Evrópuhópur Barnaheilla birti í dag nýja skýrslu þar sem farið er yfir fátækt barna í Evrópu en í skýrslunni segir að um sé að ræða útbreitt vandamál sem aðeins fari versnandi. Heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu hafi þá gert það að verkum að mismunum hafi aukist og krísuástand blasi við. Er því talið líklegt að fátækt meðal barna muni aukast. Á Íslandi jókst fjöldi barna sem búa við fátækt úr 12,7 prósent árið 2020 í 13,1 prósent árið 2021. Börn utan höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að búa við fátækt en þar er hlutfallið 15,8 prósent. Um tíu þúsund börn búa við fátækt í dag og til viðbótar eiga 24,1 prósent heimila í erfiðleikum með að ná endum saman. Engin sérstök skilgreining er til staðar á því hvað teljist fátækt en ákveðnir alþjóðlegir matskvarðar, meðal annars frá Eurostat. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, bendir á að horft sé á laun foreldra og í hvað ráðstöfunartekjur eru að fara, til að mynda matvæli og húsnæði sem bæði hefur hækkað mikið undanfarið í verðbólgunni. „Yfirleitt er það húsnæðiskosturinn sem er skoðaður, sem er auðvitað stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er nú bara þannig að þeir sem eru á leigumarkaðinum hér á landi hafa í mörgum tilfellum fests í ákveðinni fátæktargildru, komast ekki út úr leiguhúsnæði, geta ekki lagt fyrir og átt öruggt húsnæði,“ segir Linda. „Það að lenda í svona fátæktargildru veldur því að þetta erfist oft á milli kynslóða, því miður, og börn eiga sér oft ekki jafn mörg tækifæri og jafnaldrar þeirra að komast út úr þessu. Þetta verður til þess að þau missa oft af því tækifæri að stunda tómstundir, jafnt á við jafnaldra sína, því það er yfirleitt fyrsti þátturinn sem foreldrar taka út þegar lítið er eftir af tekjum,“ segir hún enn fremur. Í þeim tilvikum er hætta á félagslegri útilokun þar sem þau fá ekki sömu tækifæri til að þroskast félagslega. Þá séu brotalamirnar víðar, allt hangi þetta saman og hafi áhrif á geðheilsu barna. „Það er annar þáttur sem að kemur líka fram í þessari skýrslu, það er aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu, þar sem foreldrar þurfa að borga gríðarlega háan kostnað til þess að fara til sálfræðings með barnið sitt. Í barnasáttmálanum er bann við mismunun en það á sér stað gríðarleg mismunun þarna,“ segir Linda. Tryggja þurfi jöfn tækifæri til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku og leggja þau til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda í skólakerfinu. „Það sitja ekki öll börn við sama borðið því miður og þarna þurfum við að stíga fast niður. Við sem velferðarsamfélag í fremsta flokki árið 2023 eigum að vera komin lengra,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu og útrýma fátækt fyrir fullt og allt Stjórnvöld samþykktu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og skuldbundu sig þar með að minnka fátækt um helming fyrir árið 2030. Frá þeim tíma hafa stjórnvöld þó ekki sett sér heildstæða stefnu í málaflokknum, líkt og önnur lönd hafa gert. Barnaheill stendur fyrir undirskriftarsöfnun vegna málsins. „Við óskum og biðlum til stjórnvalda að setja sér stefnu í þessum málaflokki og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll hér á landi, það á ekki að líðast,“ segir Linda. Hún segist mjög bjartsýn á að stjórnvöld verði við áskoruninni og bendir á að margt gott hafi áunnist hér á landi. Margir góðir þættir séu í farsældarlöggjöfinni, sem unnið er að því að innleiða, og eru kerfin farin að vinna saman. Þá sé íslenska módelið notað víða, varðandi snemmtækt ígrip, en ganga þurfi alla leið til að draga úr fátækt. „Meðan við erum ekki enn búin að móta okkur stefnu um hvernig við ætlum að fara að því þá er mjög erfitt að segja til um hvert við ætlum að fara í þessu. Eins og tölurnar sýna núna þá hefur fátækt aukist þannig eitthvað erum við ekki að gera rétt í þessum málaflokki og þess vegna þurfum við að stíga fastar niður og hvetjum núna stjórnvöld til þess að gefa í,“ segir Linda. „Það vilja allir að hér alist upp hamingjusöm börn sem að eru heildsteypt, hafa góða sjálfsmynd og góða trú á sjálfum sér. Það er undirstaðan fyrir framtíð landsins, en til þess að svo megi verða þá þurfum við öll að leggjast á eitt. Að mismuna börnum er bara eitthvað sem á ekki að fyrirfinnast,“ segir hún enn fremur. Börn og uppeldi Verðlag Húsnæðismál Réttindi barna Fjölskyldumál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Evrópuhópur Barnaheilla birti í dag nýja skýrslu þar sem farið er yfir fátækt barna í Evrópu en í skýrslunni segir að um sé að ræða útbreitt vandamál sem aðeins fari versnandi. Heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu hafi þá gert það að verkum að mismunum hafi aukist og krísuástand blasi við. Er því talið líklegt að fátækt meðal barna muni aukast. Á Íslandi jókst fjöldi barna sem búa við fátækt úr 12,7 prósent árið 2020 í 13,1 prósent árið 2021. Börn utan höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að búa við fátækt en þar er hlutfallið 15,8 prósent. Um tíu þúsund börn búa við fátækt í dag og til viðbótar eiga 24,1 prósent heimila í erfiðleikum með að ná endum saman. Engin sérstök skilgreining er til staðar á því hvað teljist fátækt en ákveðnir alþjóðlegir matskvarðar, meðal annars frá Eurostat. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, bendir á að horft sé á laun foreldra og í hvað ráðstöfunartekjur eru að fara, til að mynda matvæli og húsnæði sem bæði hefur hækkað mikið undanfarið í verðbólgunni. „Yfirleitt er það húsnæðiskosturinn sem er skoðaður, sem er auðvitað stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er nú bara þannig að þeir sem eru á leigumarkaðinum hér á landi hafa í mörgum tilfellum fests í ákveðinni fátæktargildru, komast ekki út úr leiguhúsnæði, geta ekki lagt fyrir og átt öruggt húsnæði,“ segir Linda. „Það að lenda í svona fátæktargildru veldur því að þetta erfist oft á milli kynslóða, því miður, og börn eiga sér oft ekki jafn mörg tækifæri og jafnaldrar þeirra að komast út úr þessu. Þetta verður til þess að þau missa oft af því tækifæri að stunda tómstundir, jafnt á við jafnaldra sína, því það er yfirleitt fyrsti þátturinn sem foreldrar taka út þegar lítið er eftir af tekjum,“ segir hún enn fremur. Í þeim tilvikum er hætta á félagslegri útilokun þar sem þau fá ekki sömu tækifæri til að þroskast félagslega. Þá séu brotalamirnar víðar, allt hangi þetta saman og hafi áhrif á geðheilsu barna. „Það er annar þáttur sem að kemur líka fram í þessari skýrslu, það er aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu, þar sem foreldrar þurfa að borga gríðarlega háan kostnað til þess að fara til sálfræðings með barnið sitt. Í barnasáttmálanum er bann við mismunun en það á sér stað gríðarleg mismunun þarna,“ segir Linda. Tryggja þurfi jöfn tækifæri til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku og leggja þau til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda í skólakerfinu. „Það sitja ekki öll börn við sama borðið því miður og þarna þurfum við að stíga fast niður. Við sem velferðarsamfélag í fremsta flokki árið 2023 eigum að vera komin lengra,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu og útrýma fátækt fyrir fullt og allt Stjórnvöld samþykktu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og skuldbundu sig þar með að minnka fátækt um helming fyrir árið 2030. Frá þeim tíma hafa stjórnvöld þó ekki sett sér heildstæða stefnu í málaflokknum, líkt og önnur lönd hafa gert. Barnaheill stendur fyrir undirskriftarsöfnun vegna málsins. „Við óskum og biðlum til stjórnvalda að setja sér stefnu í þessum málaflokki og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll hér á landi, það á ekki að líðast,“ segir Linda. Hún segist mjög bjartsýn á að stjórnvöld verði við áskoruninni og bendir á að margt gott hafi áunnist hér á landi. Margir góðir þættir séu í farsældarlöggjöfinni, sem unnið er að því að innleiða, og eru kerfin farin að vinna saman. Þá sé íslenska módelið notað víða, varðandi snemmtækt ígrip, en ganga þurfi alla leið til að draga úr fátækt. „Meðan við erum ekki enn búin að móta okkur stefnu um hvernig við ætlum að fara að því þá er mjög erfitt að segja til um hvert við ætlum að fara í þessu. Eins og tölurnar sýna núna þá hefur fátækt aukist þannig eitthvað erum við ekki að gera rétt í þessum málaflokki og þess vegna þurfum við að stíga fastar niður og hvetjum núna stjórnvöld til þess að gefa í,“ segir Linda. „Það vilja allir að hér alist upp hamingjusöm börn sem að eru heildsteypt, hafa góða sjálfsmynd og góða trú á sjálfum sér. Það er undirstaðan fyrir framtíð landsins, en til þess að svo megi verða þá þurfum við öll að leggjast á eitt. Að mismuna börnum er bara eitthvað sem á ekki að fyrirfinnast,“ segir hún enn fremur.
Börn og uppeldi Verðlag Húsnæðismál Réttindi barna Fjölskyldumál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07