Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en með breytingum á reglunum gætu bankarnir farið að bjóða neytendum upp á fjölbreyttari valkosti en áður þegar kemur að verðtryggðum innlánsreikningum.](https://www.visir.is/i/812DA1DD9BF1E6327D4DA25F3709BB703B7FEA59ED094DCA9E7E35C76F378935_713x0.jpg)
Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán.