„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 15:30 Yaroslava Mahuchikh og Kateryna Tabashnyk höfðu ástæðu til að gleðjast eftir gull og brons á EM í gær. Getty/Hakan Akgun Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni. Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira
Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira