Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. mars 2023 07:00 Ólafur Róbert Rafnsson er ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi. Vísir/Ívar Fannar Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum. TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum.
TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55