Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. mars 2023 07:00 Ólafur Róbert Rafnsson er ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi. Vísir/Ívar Fannar Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum. TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum.
TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55