„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. mars 2023 22:07 Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur tók nokkur góð samtöl við dómarana í kvöld, þó ekki við Bjarka Þór enda dæmdi hann ekki leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. „Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
„Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira