Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 22:16 Meðlimum þríeykisins svokallaða bárust mjög alvarlegar, og oft ógeðslegar, hótanir. Vísir/Vilhelm Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn. Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Sjá meira