Óðinn, sem leikur með Kadetten Schaffhausen, fór mikinn í riðlakeppninni og skoraði 67 mörk í níu leikjum, eða 7,4 mörk að meðaltali í leik.
Ihor Turchenko, leikmaður Motor, var langmarkahæstur í riðlakeppninni með 85 mörk í tíu leikjum, eða 8,5 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði átján mörkum meira en Óðinn. Turchenko skoraði rétt tæplega þriðjung marka Motor í riðlakeppninni.
Ihor Turchenko aka the goal-machine was untouchable in the group phase #ehfel
— EHF European League (@ehfel_official) March 3, 2023
Discover more insights: https://t.co/iGFmCEx6Y2 pic.twitter.com/8wr2iPhW8V
Kadetten Schaffhausen endaði í 3. sæti A-riðils og mætir Ystad í sextán-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ef Valur hefði unnið Ystad með þriggja marka mun en ekki tveggja á þriðjudaginn hefði liðið mætt Kadetten Schaffhausen í sextán liða úrslitunum.