Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 09:05 Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Vísir/Vilhelm Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um vöktunina. Stúlkurnar létu þjálfar sinn og foreldra vita. Þær höfðu þá meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. í rými Laugardalshallar eftir fréttaflutning af uppákomunni. Sú athugun takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði hún til viðburða þar sem aðrir en rekstraraðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar reyndust vera um fimmtíu eftirlitsmyndavélar í Laugardalshöll. Þær voru í nánast öllum rýmum hússins utan salerna, búningsklefa og skrifstofurýma starfsmanna. Einfaldar merkingar voru víða en á þær skorti upplýsingar um ábyrgðaraðila vöktunarinnar. Láti af vöktun á viðburðum annarra Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan stæðist ekki lög. Hún uppfyllti ekki skilyrði um málefnalegan tilgang fyrir henni. Þá hafi fyrirtækið brotið gegn fræðsluskyldu um vöktunina þar sem gestir Laugardalshallar voru ekki upplýstir um vöktunina og viðeigandi merkingar voru taldar ófullnægjandi. Íþrótta- og sýningarhöllinni er gert að láta af rafrænni vöktun í Laugardalshöll nema mat á vinnslu persónuupplýsinga leiði í ljós að hagsmunir fyrirtækisins af eignavörslu og öryggi gangi framar einkalífshagsmunum gesta. Fyrirtækið þarf einnig að uppfæra merkingar í samræmi við reglur um rafræna vöktun. Persónuvernd ætlar jafnframt að taka til sérstakrar skoðunar hvort hún sekti Íþrótta- og sýningarhöllina vegna brota á reglugerð um persónuvernd. Fyrirtækið fær sérstakan andmælarétt vegna þess. Viðburðahaldara að skyggja fyrir myndavélar Íþrótta- og sýningarhöllin sagði að engar myndavélar væru faldar í höllinni og þær sýnilegar öllum sem kæmu inn í rými hennar. Merkingar væru til staðar um að vöktun færi fram. Myndavélarnar væru á föstum linsum þannig að ekki væri hægt að fjarstýra sjónarhorni þeirra. Merkingar hafi verið endurskoðaðar eftir uppákomuna á Rey cup. Nú sé það í höndum viðburðahaldara í höllinni að skyggja fyrir myndavélar ef talin sé þörf á því. Viðburðahaldarar fái aðeins möguleika á að aftengja myndavélakerfið á stöku svæðum. Þeir fái ekki aðgang að myndefni. Það sé geymt í læstum skáp og því eytt sjálfkrafa eftir níutíu daga. Fyrirtækið svaraði ekki spurningum Persónuverndar um á hvaða heimild fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga það byggði vöktunina á. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um vöktunina. Stúlkurnar létu þjálfar sinn og foreldra vita. Þær höfðu þá meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. í rými Laugardalshallar eftir fréttaflutning af uppákomunni. Sú athugun takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði hún til viðburða þar sem aðrir en rekstraraðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar reyndust vera um fimmtíu eftirlitsmyndavélar í Laugardalshöll. Þær voru í nánast öllum rýmum hússins utan salerna, búningsklefa og skrifstofurýma starfsmanna. Einfaldar merkingar voru víða en á þær skorti upplýsingar um ábyrgðaraðila vöktunarinnar. Láti af vöktun á viðburðum annarra Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan stæðist ekki lög. Hún uppfyllti ekki skilyrði um málefnalegan tilgang fyrir henni. Þá hafi fyrirtækið brotið gegn fræðsluskyldu um vöktunina þar sem gestir Laugardalshallar voru ekki upplýstir um vöktunina og viðeigandi merkingar voru taldar ófullnægjandi. Íþrótta- og sýningarhöllinni er gert að láta af rafrænni vöktun í Laugardalshöll nema mat á vinnslu persónuupplýsinga leiði í ljós að hagsmunir fyrirtækisins af eignavörslu og öryggi gangi framar einkalífshagsmunum gesta. Fyrirtækið þarf einnig að uppfæra merkingar í samræmi við reglur um rafræna vöktun. Persónuvernd ætlar jafnframt að taka til sérstakrar skoðunar hvort hún sekti Íþrótta- og sýningarhöllina vegna brota á reglugerð um persónuvernd. Fyrirtækið fær sérstakan andmælarétt vegna þess. Viðburðahaldara að skyggja fyrir myndavélar Íþrótta- og sýningarhöllin sagði að engar myndavélar væru faldar í höllinni og þær sýnilegar öllum sem kæmu inn í rými hennar. Merkingar væru til staðar um að vöktun færi fram. Myndavélarnar væru á föstum linsum þannig að ekki væri hægt að fjarstýra sjónarhorni þeirra. Merkingar hafi verið endurskoðaðar eftir uppákomuna á Rey cup. Nú sé það í höndum viðburðahaldara í höllinni að skyggja fyrir myndavélar ef talin sé þörf á því. Viðburðahaldarar fái aðeins möguleika á að aftengja myndavélakerfið á stöku svæðum. Þeir fái ekki aðgang að myndefni. Það sé geymt í læstum skáp og því eytt sjálfkrafa eftir níutíu daga. Fyrirtækið svaraði ekki spurningum Persónuverndar um á hvaða heimild fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga það byggði vöktunina á.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00
ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07