„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“ Atli Arason skrifar 1. mars 2023 22:26 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87. „Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira
„Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira