„Það eru mjög miklar breytingar að eiga sér stað í geðheilbrigðiskerfinu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 23:56 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“ Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“
Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31
Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03