Fyrsta viðureign FRÍS í beinni á morgun: FVA ætlar sér aftur í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 22:59 Átta liða úrslit Framhaldsskólaleikanna hefjast annað kvöld. Meta Productions Eftir langa og stranga forkeppni er loksins komið að átta liða úrslitum Framhaldsskólaleika Rafíðþróttasamtaka Íslands, FRÍS, sem sýnd verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti
Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti