Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2023 14:29 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna. Vísir Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36