Hakimi sakaður um nauðgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 21:00 Hakimi hefur spilað með PSG síðan 2021. EPA-EFE/Mohammed Badra Samkvæmt franska miðlinum Le Parisen hefur kona sakað hinn gifta tveggja barna föður Achraf Hakimi, leikmann París Saint-Germain, um að hafa nauðgað sér. Atvikið átti sér stað um liðna helgi þegar hinn 24 ára gamli Hakimi var einn heima þar sem kona hans og börn voru í fríi í Dúbaí. Hakimi bauð konunni heim til sín og borgaði meira að segja fyrir Uber-leigubíl fyrir hana. Þegar inn var komið á Hakimi að hafa kysst konuna, afklætt hana og sofið hjá henni án hennar samþykkis. Samkvæmt fréttum frá París á bakvörðurinn fyrst að hafa sent konunni skilaboð þann 16. janúar síðastliðinn. Eftir að konan komst undan Hakimi ku hún hafa hringt í vinkonu sína sem sótti hana heim til leikmannsins. Konan fór til lögreglunnar og gaf skýrslu þar sem hún sagði að Hakimi hefði nauðgað sér. Hún vildi upphaflega ekki leggja fram kæru en vegna alvarleika málsins hafi lögreglan ákveðið að hefja rannsókn. Hakimi var hvergi sjáanlegur þegar PSG lagði Marseille á sunnudag. Hann er að glíma við meiðsli og var því ekki í leikmannahóp liðsins. Rétt eftir að fyrstu fréttir bárust þess efnis að lögreglan í París væri með mál Hakimi til rannsóknar þá steig hann á svið er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, verðlaunaði þá sem valdir voru í lið ársins. News comes out that PSG's Achraf Hakimi is being investigated over an alleged rape, just before he appeared on stage at tonight's FIFA Best awards in Paris for being in the world team of the year. A little awkward https://t.co/S7hJpG2cOb— Andy Scott (@andpscott) February 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Atvikið átti sér stað um liðna helgi þegar hinn 24 ára gamli Hakimi var einn heima þar sem kona hans og börn voru í fríi í Dúbaí. Hakimi bauð konunni heim til sín og borgaði meira að segja fyrir Uber-leigubíl fyrir hana. Þegar inn var komið á Hakimi að hafa kysst konuna, afklætt hana og sofið hjá henni án hennar samþykkis. Samkvæmt fréttum frá París á bakvörðurinn fyrst að hafa sent konunni skilaboð þann 16. janúar síðastliðinn. Eftir að konan komst undan Hakimi ku hún hafa hringt í vinkonu sína sem sótti hana heim til leikmannsins. Konan fór til lögreglunnar og gaf skýrslu þar sem hún sagði að Hakimi hefði nauðgað sér. Hún vildi upphaflega ekki leggja fram kæru en vegna alvarleika málsins hafi lögreglan ákveðið að hefja rannsókn. Hakimi var hvergi sjáanlegur þegar PSG lagði Marseille á sunnudag. Hann er að glíma við meiðsli og var því ekki í leikmannahóp liðsins. Rétt eftir að fyrstu fréttir bárust þess efnis að lögreglan í París væri með mál Hakimi til rannsóknar þá steig hann á svið er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, verðlaunaði þá sem valdir voru í lið ársins. News comes out that PSG's Achraf Hakimi is being investigated over an alleged rape, just before he appeared on stage at tonight's FIFA Best awards in Paris for being in the world team of the year. A little awkward https://t.co/S7hJpG2cOb— Andy Scott (@andpscott) February 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira