„Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2023 14:31 Það var glatt á hjalla hjá þjálfurum Hauka og FH, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Sigursteini Arndal, í aðdraganda leiksins stóra. stöð 2 sport Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigursteinn Arndal verða andstæðingar í kvöld þegar Haukar mæta FH í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla. En venjulega eru þeir samherjar enda vinna þeir saman hjá Vodafone. Tvö stig og bæjarstoltið eru undir í kvöld þegar Haukar taka á móti FH í stórleik umferðarinnar í Olís-deildinni. „Þetta eru frábærir leikir og einir af stóru leikjunum í deildakeppninni fyrir okkur. Það er mikill spenningur og mikið gaman og allir hlakka til,“ sagði Ásgeir þegar blaðamaður hitti þá Sigurstein á 4. hæð Suðurlandsbrautar 8 þar sem þeir starfa saman á fyrirtækjasviði Vodafone. Haukarnir hans Ásgeirs Arnar eru í 8. sæti Olís-deildarinnar.vísir/diego „Það þarf ekkert að fara sérstaklega yfir það á dagatalinu hvenær þessir leikir eru. Menn vita hvar þeir liggja. Það virðist ekki skipta máli hvar liðin eru í deildinni, þessir leikir leitast oftast í að vera hrikalega spennandi og skemmtilegir. Þetta eru sérstakir leikir.“ Auka fiðringur og spenningur Ásgeir tekur þátt í sínum fyrsta Hafnarfjarðarslag sem þjálfari í kvöld og hann segir tilhlökkunina mikla. „Mér líst mjög vel á það. Þetta er svipað eins og sem leikmaður. Það er auka fiðringur og spenningur í manni. Maður kíkir kannski á fimm fleiri klippur en maður er vanur,“ sagði Ásgeir. FH-ingar geta styrkt stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með sigri á Ásvöllum í kvöld.vísir/hulda margrét FH hefur ekki unnið á Ásvöllum í fimm ár. Sigursteinn segir sína menn stefna á að breyta því í kvöld. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna en gerum okkur grein fyrir því að það verður mjög erfitt,“ sagði Sigursteinn. Rígurinn er æðislegur Þeir segja að leikir Hauka og FH skipti jafn miklu máli nú sem áður og leikirnir séu mjög mikilvægir fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. „Mér finnst rígurinn vera svipaður. Þetta skiptir alveg máli. Það er fullt af krökkum sem fara annað hvort með kassann út í fyrramálið eða ekki. Og þannig á þetta að vera. Rígurinn er æðislegur fyrir bæði liðin. Ég á marga góða vini sem eru FH-ingar en þetta er samt leikurinn sem mig langar mest að vinna á tímabilinu,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn og Sigurstein „Þetta skiptir ótrúlega miklu máli. Rígurinn gerir okkur líka góð. Hann er hvetjandi og þetta ýtir mönnum í að gera betur. Hvort sem þetta eru börn eða fullorðnir, þá er þetta eitthvað sem er rætt á kaffistofum á morgun. Ég vil eindregið hvetja alla til að mæta og láta sig hlutina varða. Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi að það veiti ekki af því að fá eitthvað í kassann,“ sagði Sigursteinn léttur. Bera saman bækurnar Sem fyrr sagði vinna þeir Ásgeir og Sigursteinn saman og að þeirra sögn gengur það glimrandi vel. „Þetta hefur farið mjög vel saman hingað til allavegana. Það er flott. Steini var einn af þeim fyrstu sem óskaði mér til hamingju þegar ég tók við Haukunum. Við berum stundum saman bækur okkar,“ sagði Ásgeir og spurði Sigurstein svo hvort samstarfið væri ekki gott. Sigursteinn er á sínu fjórða tímabili sem þjálfari FH.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Það er virðing og vinskapur. Auðvitað er ég FH-ingur og geri allt til að klára dæmið en þess á milli styður maður Ásgeir til góðra verka.“ Fyrsti og síðasti hittingurinn í dag Þeir félagar hittust í fyrsta sinn í dag þegar viðtalið var tekið um hádegið og því hafði ekki enn reynt á hvort það væri starfhæft á hæðinni. „Ætli við látum þetta ekki verða það síðasta í dag,“ sagði Sigursteinn. „Ætli við sleppum ekki löngunni í dag,“ sagði Ásgeir og Sigursteinn skaut þá inn í að hann færi beint á salatbarinn í mötuneytinu. Úr fyrri leik Hauka og FH á tímabilinu. FH-ingar unnu hann, 27-26.vísir/hulda margrét Leikur Hauka og FH hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19:15. Olís-deild karla FH Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Tvö stig og bæjarstoltið eru undir í kvöld þegar Haukar taka á móti FH í stórleik umferðarinnar í Olís-deildinni. „Þetta eru frábærir leikir og einir af stóru leikjunum í deildakeppninni fyrir okkur. Það er mikill spenningur og mikið gaman og allir hlakka til,“ sagði Ásgeir þegar blaðamaður hitti þá Sigurstein á 4. hæð Suðurlandsbrautar 8 þar sem þeir starfa saman á fyrirtækjasviði Vodafone. Haukarnir hans Ásgeirs Arnar eru í 8. sæti Olís-deildarinnar.vísir/diego „Það þarf ekkert að fara sérstaklega yfir það á dagatalinu hvenær þessir leikir eru. Menn vita hvar þeir liggja. Það virðist ekki skipta máli hvar liðin eru í deildinni, þessir leikir leitast oftast í að vera hrikalega spennandi og skemmtilegir. Þetta eru sérstakir leikir.“ Auka fiðringur og spenningur Ásgeir tekur þátt í sínum fyrsta Hafnarfjarðarslag sem þjálfari í kvöld og hann segir tilhlökkunina mikla. „Mér líst mjög vel á það. Þetta er svipað eins og sem leikmaður. Það er auka fiðringur og spenningur í manni. Maður kíkir kannski á fimm fleiri klippur en maður er vanur,“ sagði Ásgeir. FH-ingar geta styrkt stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með sigri á Ásvöllum í kvöld.vísir/hulda margrét FH hefur ekki unnið á Ásvöllum í fimm ár. Sigursteinn segir sína menn stefna á að breyta því í kvöld. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna en gerum okkur grein fyrir því að það verður mjög erfitt,“ sagði Sigursteinn. Rígurinn er æðislegur Þeir segja að leikir Hauka og FH skipti jafn miklu máli nú sem áður og leikirnir séu mjög mikilvægir fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. „Mér finnst rígurinn vera svipaður. Þetta skiptir alveg máli. Það er fullt af krökkum sem fara annað hvort með kassann út í fyrramálið eða ekki. Og þannig á þetta að vera. Rígurinn er æðislegur fyrir bæði liðin. Ég á marga góða vini sem eru FH-ingar en þetta er samt leikurinn sem mig langar mest að vinna á tímabilinu,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn og Sigurstein „Þetta skiptir ótrúlega miklu máli. Rígurinn gerir okkur líka góð. Hann er hvetjandi og þetta ýtir mönnum í að gera betur. Hvort sem þetta eru börn eða fullorðnir, þá er þetta eitthvað sem er rætt á kaffistofum á morgun. Ég vil eindregið hvetja alla til að mæta og láta sig hlutina varða. Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi að það veiti ekki af því að fá eitthvað í kassann,“ sagði Sigursteinn léttur. Bera saman bækurnar Sem fyrr sagði vinna þeir Ásgeir og Sigursteinn saman og að þeirra sögn gengur það glimrandi vel. „Þetta hefur farið mjög vel saman hingað til allavegana. Það er flott. Steini var einn af þeim fyrstu sem óskaði mér til hamingju þegar ég tók við Haukunum. Við berum stundum saman bækur okkar,“ sagði Ásgeir og spurði Sigurstein svo hvort samstarfið væri ekki gott. Sigursteinn er á sínu fjórða tímabili sem þjálfari FH.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Það er virðing og vinskapur. Auðvitað er ég FH-ingur og geri allt til að klára dæmið en þess á milli styður maður Ásgeir til góðra verka.“ Fyrsti og síðasti hittingurinn í dag Þeir félagar hittust í fyrsta sinn í dag þegar viðtalið var tekið um hádegið og því hafði ekki enn reynt á hvort það væri starfhæft á hæðinni. „Ætli við látum þetta ekki verða það síðasta í dag,“ sagði Sigursteinn. „Ætli við sleppum ekki löngunni í dag,“ sagði Ásgeir og Sigursteinn skaut þá inn í að hann færi beint á salatbarinn í mötuneytinu. Úr fyrri leik Hauka og FH á tímabilinu. FH-ingar unnu hann, 27-26.vísir/hulda margrét Leikur Hauka og FH hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19:15.
Olís-deild karla FH Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira