Boðar deiluaðila á fund: Verkbanni frestað um fjóra daga Árni Sæberg og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2023 11:45 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur boðað samninganefndir á fund sinn í Karphúsinu í kvöld. Efni fundarins er möguleg ný miðlunartillaga en verkbanni SA hefur verið frestað um fjóra daga. Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00
Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01
Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56