Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Berglind Ósk hefur óskað eftir svörum um mikla notkun þunglyndislyfja frá heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“ Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Sjá meira
Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“
Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Sjá meira
Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00