170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2023 13:04 Um risa laexeldi á landi er að ræða hjá Landeldi í Þorlákshöfn en kostnaður við að koma stöðinni upp er um 70 milljarðar króna. Aðsend Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira