„Við trúum því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 10:30 Bruno Fernandes er hæstánægður með Erik Ten Hag sem tók við Manchester United síðasta sumar. Vísir/Getty Bruno Fernandes segir að fólk hafi aldrei trúað því að Manchester United gæti verið í þeirri stöðu sem þeir eru í jafn fljótt og raun ber vitni. Hann segir að Erik Ten Hag hafi fengið leikmenn til að trúa á ný. Manchester United er eina félagsliðið í sterkustu deildum Evrópu sem á ennþá möguleika að vinna fjóra titla á tímabilinu. Á fimmtudag sló liðið Barcelona út úr Evrópudeildinni og á morgun mætir liðið Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins. Í viðtali við Skysports segir Bruno Fernandes, einn af lykilmönnum United, að sjálfstraustið innan félagsins sé mun meira en áður en Erik Ten Hag tók við stjórninni síðasta sumar. „Auðvitað tel ég að mikilvægasta breytingin séu úrslitin. Við trúum við því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta, ég held að allir hafi trú. Allir fylgja hugmyndunum sem stjórinn hefur komið með inn í liðið og inn í félagið í heild,“ segir Fernandes og bætir við að Hollendingurinn Ten Hag sé kröfuharður „Hann veit hvað við getum og þess vegna setur hann kröfur. Ég held að allir hafi skilið að þú þarft að vera á hans línu. Þú þarft að fylgja hans reglum annars lendir þú í vandræðum. Hann var mjög ákveðinn á undirbúningstímabilinu, enginn fékk að hætta að hlaupa eða stoppa.“ Viðsnúningurinn varð í sigrinum á Liverpool Bruno Fernandes segir að þó aðstæður séu breyttar núna hafi alltaf verið gaman að vera leikmaður Manchester United. „Þegar úrslitin eru góð er það augljóslega skemmtilegra, maður kemur brosandi á æfingasvæðið. Ég held að skortur á sjálfstrausti hafi verið augljós á síðasta tímabili en núna getur þú séð að allir sem spila eru nokkuð öruggir og líka þeir sem eru ekki að spila.“ Manchester United tapaði í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn Brighton og Brentford. Í þriðja leiknum mætti liðið Liverpool og Fernandes segir að þar hafi orðið viðsnúningur. United vann 2-1 sigur í leiknum. Bruno Fernandes segir að viðsnúningur hafi orðið hjá United í sigrinum gegn Liverpool í upphafi tímabils.Vísir/Getty „Andrúmsloftið var frábært. Fyrsta tæklingin hjá Licha (Lisandro Martinez) kveikti í áhorfendum og maður fann strax að allir skildu að þetta hlyti að vera okkar augnablik. Eftir þennan leik náðum við góðum kafla þangað til við töpuðum gegn City.“ Fernandes segir að það sé ekki hægt að spila fyrir United og vera ánægður án þess að vinna titla. „Það eru liðnir sex eða sjö mánuðir og þetta hefur gengið hratt. Ég held að fólk hafi ekki trúað því að United væri í þessari stöðu á þessum tímapunkti vegna allra breytinganna, nýr þjálfari og svo hvernig gekk í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er undir okkur komið og við þurfum að halda áfram því það er auðvelt að gleyma góðu leikjunum þegar þú tapar leik.“ „Alltaf erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er“ Hann segir að Newcastle, andstæðingur United í úrslitum deildabikarsins, sé líklega það lið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu en Newcastle situr í fimmta sæti ensku deildarinnar. „Gæðin hafa alltaf verið þar en á síðasta tímabili voru þeir að berjast um að halda sæti sínu í deildinni og nú eru þeir að standa sig mjög vel. Ég held að allir viti að þetta sé sterkt lið. Þeir hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru líklega eitt af tveimur sterkustu liðunum í Evrópu hvað það varðar.“ „Þetta snýst um okkur. Þetta snýst meira um hvað við getum gert þeim, hvað við getum gert með okkar ákafa, ástríðu og gæðum. Við vitum að þetta verður erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er, þetta er alltaf erfitt því þetta er úrslitaleikur.“ Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Manchester United er eina félagsliðið í sterkustu deildum Evrópu sem á ennþá möguleika að vinna fjóra titla á tímabilinu. Á fimmtudag sló liðið Barcelona út úr Evrópudeildinni og á morgun mætir liðið Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins. Í viðtali við Skysports segir Bruno Fernandes, einn af lykilmönnum United, að sjálfstraustið innan félagsins sé mun meira en áður en Erik Ten Hag tók við stjórninni síðasta sumar. „Auðvitað tel ég að mikilvægasta breytingin séu úrslitin. Við trúum við því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta, ég held að allir hafi trú. Allir fylgja hugmyndunum sem stjórinn hefur komið með inn í liðið og inn í félagið í heild,“ segir Fernandes og bætir við að Hollendingurinn Ten Hag sé kröfuharður „Hann veit hvað við getum og þess vegna setur hann kröfur. Ég held að allir hafi skilið að þú þarft að vera á hans línu. Þú þarft að fylgja hans reglum annars lendir þú í vandræðum. Hann var mjög ákveðinn á undirbúningstímabilinu, enginn fékk að hætta að hlaupa eða stoppa.“ Viðsnúningurinn varð í sigrinum á Liverpool Bruno Fernandes segir að þó aðstæður séu breyttar núna hafi alltaf verið gaman að vera leikmaður Manchester United. „Þegar úrslitin eru góð er það augljóslega skemmtilegra, maður kemur brosandi á æfingasvæðið. Ég held að skortur á sjálfstrausti hafi verið augljós á síðasta tímabili en núna getur þú séð að allir sem spila eru nokkuð öruggir og líka þeir sem eru ekki að spila.“ Manchester United tapaði í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn Brighton og Brentford. Í þriðja leiknum mætti liðið Liverpool og Fernandes segir að þar hafi orðið viðsnúningur. United vann 2-1 sigur í leiknum. Bruno Fernandes segir að viðsnúningur hafi orðið hjá United í sigrinum gegn Liverpool í upphafi tímabils.Vísir/Getty „Andrúmsloftið var frábært. Fyrsta tæklingin hjá Licha (Lisandro Martinez) kveikti í áhorfendum og maður fann strax að allir skildu að þetta hlyti að vera okkar augnablik. Eftir þennan leik náðum við góðum kafla þangað til við töpuðum gegn City.“ Fernandes segir að það sé ekki hægt að spila fyrir United og vera ánægður án þess að vinna titla. „Það eru liðnir sex eða sjö mánuðir og þetta hefur gengið hratt. Ég held að fólk hafi ekki trúað því að United væri í þessari stöðu á þessum tímapunkti vegna allra breytinganna, nýr þjálfari og svo hvernig gekk í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er undir okkur komið og við þurfum að halda áfram því það er auðvelt að gleyma góðu leikjunum þegar þú tapar leik.“ „Alltaf erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er“ Hann segir að Newcastle, andstæðingur United í úrslitum deildabikarsins, sé líklega það lið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu en Newcastle situr í fimmta sæti ensku deildarinnar. „Gæðin hafa alltaf verið þar en á síðasta tímabili voru þeir að berjast um að halda sæti sínu í deildinni og nú eru þeir að standa sig mjög vel. Ég held að allir viti að þetta sé sterkt lið. Þeir hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru líklega eitt af tveimur sterkustu liðunum í Evrópu hvað það varðar.“ „Þetta snýst um okkur. Þetta snýst meira um hvað við getum gert þeim, hvað við getum gert með okkar ákafa, ástríðu og gæðum. Við vitum að þetta verður erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er, þetta er alltaf erfitt því þetta er úrslitaleikur.“
Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira