„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“ Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2023 22:40 Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Steingrímur Dúi Másson Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, en eldurinn kviknaði í nýbyggingu Arctic Fish, sem átti að verða sú stærsta af þremur undir eldisker. Í þorpinu á Tálknafirði búa um 270 manns. Þar var mönnum því brugðið að sjá bygginguna loga nánast stafnanna á milli. Frá brunanum í eldisstöð Arctic Fish í gær.Aðsend „Þetta er áfall þegar svona gerist í hvaða samfélagi sem er. Þannig að okkur sannarlega brá.“ -Og þetta er bara einhver mikilvægasti vinnustaður Tálknafjarðar? „Já. Þetta er mjög mikilvægur vinnustaður og starfsstöð, ekki bara í Tálknafirði heldur á öllum Vestfjörðum og fyrir landið allt, af því að þetta er stærsta seiðastöð landsins og hefði verið mikið áfall, - eða það hefði geta farið mikið verr heldur en það fór í gær. Viðbragðsaðilar stóðu sig frábærlega þarna í gær. Slökkvistarf gekk það vel að það náðist að bjarga þeim verðmætum, - nánast að bjarga starfseminni sem er í gangi. Þannig að regluleg starfsemi heldur áfram. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir sveitarstjórinn. Stöðin er í botni Tálknafjarðar. Byggingarnar eru þær stærstu á Vestfjörðum.Steingrímur Dúi Másson Sjálfur varð hann vitni að eldsvoðanum. „Já, ég var nú bara með þeim fyrstu á vettvang þegar kviknaði í. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á þegar ég kom þarna að og sá eldtungurnar liggja frá húsinu. Það er súrefnistankur þarna, fullur af fljótandi súrefni, sem var þarna við. Nei, þetta var bara svolítið svakalegt þarna í gærmorgun,“ segir Ólafur Þór, sveitarstjóri á Tálknafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá vettvangi í gærkvöldi: Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Slökkvilið Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, en eldurinn kviknaði í nýbyggingu Arctic Fish, sem átti að verða sú stærsta af þremur undir eldisker. Í þorpinu á Tálknafirði búa um 270 manns. Þar var mönnum því brugðið að sjá bygginguna loga nánast stafnanna á milli. Frá brunanum í eldisstöð Arctic Fish í gær.Aðsend „Þetta er áfall þegar svona gerist í hvaða samfélagi sem er. Þannig að okkur sannarlega brá.“ -Og þetta er bara einhver mikilvægasti vinnustaður Tálknafjarðar? „Já. Þetta er mjög mikilvægur vinnustaður og starfsstöð, ekki bara í Tálknafirði heldur á öllum Vestfjörðum og fyrir landið allt, af því að þetta er stærsta seiðastöð landsins og hefði verið mikið áfall, - eða það hefði geta farið mikið verr heldur en það fór í gær. Viðbragðsaðilar stóðu sig frábærlega þarna í gær. Slökkvistarf gekk það vel að það náðist að bjarga þeim verðmætum, - nánast að bjarga starfseminni sem er í gangi. Þannig að regluleg starfsemi heldur áfram. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir sveitarstjórinn. Stöðin er í botni Tálknafjarðar. Byggingarnar eru þær stærstu á Vestfjörðum.Steingrímur Dúi Másson Sjálfur varð hann vitni að eldsvoðanum. „Já, ég var nú bara með þeim fyrstu á vettvang þegar kviknaði í. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á þegar ég kom þarna að og sá eldtungurnar liggja frá húsinu. Það er súrefnistankur þarna, fullur af fljótandi súrefni, sem var þarna við. Nei, þetta var bara svolítið svakalegt þarna í gærmorgun,“ segir Ólafur Þór, sveitarstjóri á Tálknafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá vettvangi í gærkvöldi:
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Slökkvilið Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00