Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja Kári Mímisson skrifar 24. febrúar 2023 21:05 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld. „Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“ Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
„Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“
Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti