Umfjöllun og viðtal: ÍR - Valur 32-36 | Endurkoma ÍR-inga dugði skammt Kári Mímisson skrifar 24. febrúar 2023 19:30 Vísir/Hulda Margrét Valur vann sigur á ÍR Skógarselinu í kvöld. Lokatölur 32-36 í spennandi leik. Þetta var fyrsti leikur 17. umferðar í Olís-deild karla. Valur náði yfirhöndinni snemma leiks. Staðan eftir fyrsta korterið var 10–6 og Valur með öll stjórnvöld á leiknum eins og í flestum leikjum liðsins í deildinni í vetur. Hægt og rólega bætti Valur við forskotið og náði mest sjö marka mun. ÍR átti í miklum vandræðum sóknarlega gegn sterkri vörn Vals. Staðan í hálfleik 12-18 fyrir Val sem var með öll tök á leiknum þó svo að leikmenn liðsins hefðu farið illa með mörg dauðafæri í fyrri hálfleiknum. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hálfleiksins. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR breytti sóknarleik liðsins og fór í sjö á sex. Valur svaraði þessu áhlaupi ágætlega og staðan um miðjan seinni hálfleik 22 – 29. Á þessum tímapunkti mátti reikna með að Valur myndi hlaupa með leikinn en svo varð aldeilis ekki. ÍR náði sjö eitt kafla og allt í einu var staðan orðin 28-30 og ÍR liðið í bullandi möguleika á stela stigi. Þrátt fyrir þennan góða kafla hjá ÍR þá er lið Vals ógnarsterkt og hafði betur í lokin 32-36. Magnús Óli Magnússon var atkvæða mestur hjá Val með sjö mörk og þar á eftir var það Stiven Tobar Valencia með fimm. Hjá ÍR skoraði Viktor Sigurðsson níu mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson átta. Björgvin Páll Gústavsson stóð lengst af í marki Vals. Hann varði tólf bolta (34 prósent). Björgvin þurfti að yfirgefa völlinn um miðbik síðari hálfleiks vegna smá meiðsla og í hans stað kom Sakai Motoki sem náði ekki að klukka einn einasta bolta. Hjá ÍR átti Ólafur Rafn Gíslason ágætis leik og varði 11 skot (24 prósent). Rökkvi Steinunnarson fékk svo að spreyta sig í tveimur vítum og varði annað þeirra. Af hverju vann Valur? Lið Vals er talsvert betur skipað en ÍR en það mátti ekki miklu muna að Breiðhyltingar myndu fá eitthvað úr þessum leik. Valur lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik með góðri vörn og hröðum sóknarleik en hausinn virtist eitthvað hafa farið í leikinn gegn Ystad næsta þriðjudag. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli hjá Val var frábær sérstaklega undir lokinn þegar mest á reyndi og náði að hjálpa Val að klára þennan leik. Viktor Sigurðsson og Dagur Sverrir Kristjánsson áttu flottan dag fyrir ÍR. Hvað gekk illa? Byrjun ÍR. Þetta er þriðji leikur liðsins í röð þar sem liðið er hreinlega ekki með í fyrri hálfleik. Liðið á góðan möguleika á að halda sér uppi ef þeir ná góðum 60 mínútum, ekki bara 30. Hvað gerist næst? Það er heldur betur ærin verkefni sem bíða beggja liða. Valur leikur næst á þriðjudaginn við Ystad IF í Svíþjóð. Sigri Valur þann leik með fjórum mörkum eða meira tryggir liðið sér annað sætið í riðlinum. ÍR gerir sér ferð til Selfoss og mæta þar heimamönnum eftir slétta viku. Bjarni: Þá erum við að spila góðan handbolta Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR var að vonum vonsvikinn eftir tapið en voru ekki fullt af ljósum punktum? „Algjörlega, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá vorum við að spila okkar leik. Ég held að það væri rosalega gott ef við myndum spila með sömu ákefð í fyrri hálfleik og við gerum í seinni hálfleik. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem það er ekki nógu mikil ákefð í þessu og baráttuvilji. Það er of lágt spennustig hjá okkur í byrjun svo einhvern vegin náum við að snúa blaðinu við og sýna okkar rétta andlit. Þá erum við að spila góðan handbolta.“ ÍR byrjaði seinni hálfleikinn í sjö á móti sex. Er þetta eitthvað sem þið hafið æft? „Nei, Valsararnir eru frábærir. Þeir eru sérstaklega góðir maður á mann í vörn, allir. Þar af leiðandi koma þeir hátt á völlinn og þetta var svona leið til að binda þá aðeins niður og sjá hvort við myndum fá skot fyrir Dag og Arnar. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta heppnaðist eitthvað geggjað vel. Mér fannst reyndar sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum vera frábær. Við byrjuðum á þessu en fórum svo bara í venjulega sóknarleik því við vorum að ná að hreyfa boltann betur, árásirnar voru bara miklu betri og við vorum bara miklu betri.“ Olís-deild karla ÍR Valur
Valur vann sigur á ÍR Skógarselinu í kvöld. Lokatölur 32-36 í spennandi leik. Þetta var fyrsti leikur 17. umferðar í Olís-deild karla. Valur náði yfirhöndinni snemma leiks. Staðan eftir fyrsta korterið var 10–6 og Valur með öll stjórnvöld á leiknum eins og í flestum leikjum liðsins í deildinni í vetur. Hægt og rólega bætti Valur við forskotið og náði mest sjö marka mun. ÍR átti í miklum vandræðum sóknarlega gegn sterkri vörn Vals. Staðan í hálfleik 12-18 fyrir Val sem var með öll tök á leiknum þó svo að leikmenn liðsins hefðu farið illa með mörg dauðafæri í fyrri hálfleiknum. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hálfleiksins. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR breytti sóknarleik liðsins og fór í sjö á sex. Valur svaraði þessu áhlaupi ágætlega og staðan um miðjan seinni hálfleik 22 – 29. Á þessum tímapunkti mátti reikna með að Valur myndi hlaupa með leikinn en svo varð aldeilis ekki. ÍR náði sjö eitt kafla og allt í einu var staðan orðin 28-30 og ÍR liðið í bullandi möguleika á stela stigi. Þrátt fyrir þennan góða kafla hjá ÍR þá er lið Vals ógnarsterkt og hafði betur í lokin 32-36. Magnús Óli Magnússon var atkvæða mestur hjá Val með sjö mörk og þar á eftir var það Stiven Tobar Valencia með fimm. Hjá ÍR skoraði Viktor Sigurðsson níu mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson átta. Björgvin Páll Gústavsson stóð lengst af í marki Vals. Hann varði tólf bolta (34 prósent). Björgvin þurfti að yfirgefa völlinn um miðbik síðari hálfleiks vegna smá meiðsla og í hans stað kom Sakai Motoki sem náði ekki að klukka einn einasta bolta. Hjá ÍR átti Ólafur Rafn Gíslason ágætis leik og varði 11 skot (24 prósent). Rökkvi Steinunnarson fékk svo að spreyta sig í tveimur vítum og varði annað þeirra. Af hverju vann Valur? Lið Vals er talsvert betur skipað en ÍR en það mátti ekki miklu muna að Breiðhyltingar myndu fá eitthvað úr þessum leik. Valur lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik með góðri vörn og hröðum sóknarleik en hausinn virtist eitthvað hafa farið í leikinn gegn Ystad næsta þriðjudag. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli hjá Val var frábær sérstaklega undir lokinn þegar mest á reyndi og náði að hjálpa Val að klára þennan leik. Viktor Sigurðsson og Dagur Sverrir Kristjánsson áttu flottan dag fyrir ÍR. Hvað gekk illa? Byrjun ÍR. Þetta er þriðji leikur liðsins í röð þar sem liðið er hreinlega ekki með í fyrri hálfleik. Liðið á góðan möguleika á að halda sér uppi ef þeir ná góðum 60 mínútum, ekki bara 30. Hvað gerist næst? Það er heldur betur ærin verkefni sem bíða beggja liða. Valur leikur næst á þriðjudaginn við Ystad IF í Svíþjóð. Sigri Valur þann leik með fjórum mörkum eða meira tryggir liðið sér annað sætið í riðlinum. ÍR gerir sér ferð til Selfoss og mæta þar heimamönnum eftir slétta viku. Bjarni: Þá erum við að spila góðan handbolta Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR var að vonum vonsvikinn eftir tapið en voru ekki fullt af ljósum punktum? „Algjörlega, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá vorum við að spila okkar leik. Ég held að það væri rosalega gott ef við myndum spila með sömu ákefð í fyrri hálfleik og við gerum í seinni hálfleik. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem það er ekki nógu mikil ákefð í þessu og baráttuvilji. Það er of lágt spennustig hjá okkur í byrjun svo einhvern vegin náum við að snúa blaðinu við og sýna okkar rétta andlit. Þá erum við að spila góðan handbolta.“ ÍR byrjaði seinni hálfleikinn í sjö á móti sex. Er þetta eitthvað sem þið hafið æft? „Nei, Valsararnir eru frábærir. Þeir eru sérstaklega góðir maður á mann í vörn, allir. Þar af leiðandi koma þeir hátt á völlinn og þetta var svona leið til að binda þá aðeins niður og sjá hvort við myndum fá skot fyrir Dag og Arnar. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta heppnaðist eitthvað geggjað vel. Mér fannst reyndar sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum vera frábær. Við byrjuðum á þessu en fórum svo bara í venjulega sóknarleik því við vorum að ná að hreyfa boltann betur, árásirnar voru bara miklu betri og við vorum bara miklu betri.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti