Eldsupptökin enn óljós Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 11:21 Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill á Tálknafirði í gær. Aðsend Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð. Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð.
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32