Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 10:01 Guðmundur Guðmundsson með Ólafi Stefánssyni og heldur um silfrið sem íslenska landsliðið vann undir hans stjórn. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. Þetta var frekar súr endir á störfum Guðmundar fyrir landsliðið en hann lék sjálfur 230 landsleiki og hefur nú þjálfað íslenska liðið með hléum í samtals tólf ár. Guðmundur er líka langbesti þjálfari íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Það fer ekkert á milli mála þegar árangur liðsins undir hans stjórn er skoðaður betur. Enginn annar þjálfari hefur unnið verðlaun á stórmóti og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum. Hér fyrir neðan má sjá einhver af metunum sem Guðmundur Guðmundsson á. Guðmundur Guðmundsson kappsamur á hliðarlínu íslenska liðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur hefur unnið jafnmarga leiki með landsliðsþjálfari Íslands á stórmótum og næstu sex þjálfarar á listanum hafa unnið samanlagt. Ef við leggjum saman sigurleiki landsliðsþjálfaranna Bogdans Kowalczyk, Þorbjörns Jenssonar, Arons Kristjánssonar, Þorbergs Aðalsteinssonar, Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar þá fáum við fjölda sigurleikja landliðsins undir stjórn Guðmundar. Eina metið sem Guðmundur á ekki er besti árangur þjálfara á heimsmeistaramóti en það hefur verið í eigu Þorbjarnar Jenssonar frá 1997 og er enn. Íslenska landsliðið endaði í fimmta sæti undir stjórn Þorbjarnar á HM í Kumamoto 1997. Einu verðlaun Íslands á stórmótum unnust undir stjórn Guðmundar, fyrst Ólympíusilfur í Peking 2008 og svo brons á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. Einu önnur verðlaun íslenska landsliðsins unnust á B-keppninni í Frakklandi 1989 þegar Guðmundur var leikmaður og Bogdan Kowalczyk þjálfaði liðið. Íslenska liðið vann gullverðlaun á mótinu eftir sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í París en þetta var undankeppni heimsmeistaramótsins í Tékkóslóvakíu 1990. B-keppnirnar teljast ekki sem stórmót enda um undankeppni stórmóts að ræða en þær lögðust af eftir að Evrópumeistaramótið var búið til á tíunda áratugnum. Guðmundur Guðmundsson með Snorra Steini Guðjónssyni á Ólympíuleikunum í Peking 2008.Vísir/Vilhelm Besti árangur þjálfara með Ísland á stórmótum: 2. sæti á Ólympíuleikunum 2008 - Guðmundur Guðmundsson 3. sæti á Evrópumótinu 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Ólympíuleikunum 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á heimsmeistaramótinu 1997 - Þorbjörn Jensson 5. sæti á Evrópumótinu 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á Ólympíuleikunum 1984 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1961 - Hallsteinn Hinriksson - Besti árangur þjálfara með Ísland á Ólympíuleikum: 2. sæti á ÓL 2008 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á ÓL 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á ÓL 2012 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á ÓL 1984 - Bogdan Kowalczyk 8. sæti á ÓL 1988 - Bogdan Kowalczyk - Besti árangur þjálfara með Ísland á Evrópumótum: 3. sæti á EM 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á EM 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 7. sæti á EM 2006 - Viggó Sigurðsson - Besti árangur þjálfara með Ísland á heimsmeistaramótum: 5. sæti á HM 1997 - Þorbjörn Jensson 6. sæti á HM 2011 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á HM 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á HM 1961 - Hallsteinn Hinriksson 7. sæti á HM 2003 - Guðmundur Guðmundsson Getty/Jan Christensen Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á stórmótum: 49 - Guðmundur Guðmundsson 10 - Bogdan Kowalczyk 10 - Þorbjörn Jensson 10 - Aron Kristjánsson 9 - Þorbergur Aðalsteinsson 6 - Alfreð Gíslason 4 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Ólympíuleikum: 11 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Bogdan Kowalczyk 3 - Þorbergur Aðalsteinsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Evrópumótum: 18 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Aron Kristjánsson 2 - Alfreð Gíslason 2 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á heimsmeistaramótum: 20 - Guðmundur Guðmundsson 9 - Þorbjörn Jensson 6 - Þorbergur Aðalsteinsson 5 - Bogdan Kowalczyk 5 - Aron Kristjánsson Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þetta var frekar súr endir á störfum Guðmundar fyrir landsliðið en hann lék sjálfur 230 landsleiki og hefur nú þjálfað íslenska liðið með hléum í samtals tólf ár. Guðmundur er líka langbesti þjálfari íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Það fer ekkert á milli mála þegar árangur liðsins undir hans stjórn er skoðaður betur. Enginn annar þjálfari hefur unnið verðlaun á stórmóti og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum. Hér fyrir neðan má sjá einhver af metunum sem Guðmundur Guðmundsson á. Guðmundur Guðmundsson kappsamur á hliðarlínu íslenska liðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur hefur unnið jafnmarga leiki með landsliðsþjálfari Íslands á stórmótum og næstu sex þjálfarar á listanum hafa unnið samanlagt. Ef við leggjum saman sigurleiki landsliðsþjálfaranna Bogdans Kowalczyk, Þorbjörns Jenssonar, Arons Kristjánssonar, Þorbergs Aðalsteinssonar, Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar þá fáum við fjölda sigurleikja landliðsins undir stjórn Guðmundar. Eina metið sem Guðmundur á ekki er besti árangur þjálfara á heimsmeistaramóti en það hefur verið í eigu Þorbjarnar Jenssonar frá 1997 og er enn. Íslenska landsliðið endaði í fimmta sæti undir stjórn Þorbjarnar á HM í Kumamoto 1997. Einu verðlaun Íslands á stórmótum unnust undir stjórn Guðmundar, fyrst Ólympíusilfur í Peking 2008 og svo brons á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. Einu önnur verðlaun íslenska landsliðsins unnust á B-keppninni í Frakklandi 1989 þegar Guðmundur var leikmaður og Bogdan Kowalczyk þjálfaði liðið. Íslenska liðið vann gullverðlaun á mótinu eftir sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í París en þetta var undankeppni heimsmeistaramótsins í Tékkóslóvakíu 1990. B-keppnirnar teljast ekki sem stórmót enda um undankeppni stórmóts að ræða en þær lögðust af eftir að Evrópumeistaramótið var búið til á tíunda áratugnum. Guðmundur Guðmundsson með Snorra Steini Guðjónssyni á Ólympíuleikunum í Peking 2008.Vísir/Vilhelm Besti árangur þjálfara með Ísland á stórmótum: 2. sæti á Ólympíuleikunum 2008 - Guðmundur Guðmundsson 3. sæti á Evrópumótinu 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Ólympíuleikunum 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á heimsmeistaramótinu 1997 - Þorbjörn Jensson 5. sæti á Evrópumótinu 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á Ólympíuleikunum 1984 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1961 - Hallsteinn Hinriksson - Besti árangur þjálfara með Ísland á Ólympíuleikum: 2. sæti á ÓL 2008 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á ÓL 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á ÓL 2012 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á ÓL 1984 - Bogdan Kowalczyk 8. sæti á ÓL 1988 - Bogdan Kowalczyk - Besti árangur þjálfara með Ísland á Evrópumótum: 3. sæti á EM 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á EM 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 7. sæti á EM 2006 - Viggó Sigurðsson - Besti árangur þjálfara með Ísland á heimsmeistaramótum: 5. sæti á HM 1997 - Þorbjörn Jensson 6. sæti á HM 2011 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á HM 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á HM 1961 - Hallsteinn Hinriksson 7. sæti á HM 2003 - Guðmundur Guðmundsson Getty/Jan Christensen Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á stórmótum: 49 - Guðmundur Guðmundsson 10 - Bogdan Kowalczyk 10 - Þorbjörn Jensson 10 - Aron Kristjánsson 9 - Þorbergur Aðalsteinsson 6 - Alfreð Gíslason 4 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Ólympíuleikum: 11 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Bogdan Kowalczyk 3 - Þorbergur Aðalsteinsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Evrópumótum: 18 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Aron Kristjánsson 2 - Alfreð Gíslason 2 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á heimsmeistaramótum: 20 - Guðmundur Guðmundsson 9 - Þorbjörn Jensson 6 - Þorbergur Aðalsteinsson 5 - Bogdan Kowalczyk 5 - Aron Kristjánsson
Besti árangur þjálfara með Ísland á stórmótum: 2. sæti á Ólympíuleikunum 2008 - Guðmundur Guðmundsson 3. sæti á Evrópumótinu 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Ólympíuleikunum 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á heimsmeistaramótinu 1997 - Þorbjörn Jensson 5. sæti á Evrópumótinu 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á Ólympíuleikunum 1984 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1961 - Hallsteinn Hinriksson - Besti árangur þjálfara með Ísland á Ólympíuleikum: 2. sæti á ÓL 2008 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á ÓL 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á ÓL 2012 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á ÓL 1984 - Bogdan Kowalczyk 8. sæti á ÓL 1988 - Bogdan Kowalczyk - Besti árangur þjálfara með Ísland á Evrópumótum: 3. sæti á EM 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á EM 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 7. sæti á EM 2006 - Viggó Sigurðsson - Besti árangur þjálfara með Ísland á heimsmeistaramótum: 5. sæti á HM 1997 - Þorbjörn Jensson 6. sæti á HM 2011 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á HM 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á HM 1961 - Hallsteinn Hinriksson 7. sæti á HM 2003 - Guðmundur Guðmundsson
Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á stórmótum: 49 - Guðmundur Guðmundsson 10 - Bogdan Kowalczyk 10 - Þorbjörn Jensson 10 - Aron Kristjánsson 9 - Þorbergur Aðalsteinsson 6 - Alfreð Gíslason 4 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Ólympíuleikum: 11 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Bogdan Kowalczyk 3 - Þorbergur Aðalsteinsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Evrópumótum: 18 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Aron Kristjánsson 2 - Alfreð Gíslason 2 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á heimsmeistaramótum: 20 - Guðmundur Guðmundsson 9 - Þorbjörn Jensson 6 - Þorbergur Aðalsteinsson 5 - Bogdan Kowalczyk 5 - Aron Kristjánsson
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00
„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01
„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00
Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15