„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. vísir/Arnar Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“ Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“
Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira