Verkfallið bitnar á KKÍ og spænsku heimsmeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 12:31 Tryggvi Snær Hlinason í baráttu við Sebastian Saiz og Willy Hernangomez í útileik Íslands gegn Spáni sem Spánverjar unnu af öryggi. Þeir eru hins vegar ekki með sitt sterkasta lið á Íslandi. EPA-EFE/Jesus Diges Verkfall hótelstarfsfólks í Reykjavík hefur meðal annars haft áhrif á undirbúning fyrir landsleik Íslands við heims- og Evrópumeistara Spánar í körfubolta en liðin mætast í undankeppni HM í Laugardalshöll annað kvöld. Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira