„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 21:54 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. „Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53