„Auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 21:31 Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasvið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins býst við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Aðeins um helmingur þeirra sem krafðir voru um úrbætur á brunavörnum hafa svarað. Málin séu erfið viðureignar; slökkviliðið vilji ekki hafa húsnæði af fólki að óþörfu. Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“ Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum umfram fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“
Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum umfram fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira