Katla skoraði 24 sekúndum eftir að hún kom inná og stelpurnar með fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2023 15:57 Katla Tryggvadóttir skoraði aðeins nokkrum sekúndum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Vísir/Hulda Margrét Íslenska nítján ára landslið kvenna í fótbolta vann 4-1 sigur á Wales í lokaleik sínum á æfingamóti í Portúgal. Íslensku stelpurnar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og skoruðu í þeim ellefu mörk. Frábær frammistaða hjá framtíðarleikmönnum kvennalandsliðsins. Stjörnustelpurnar Snædís María Jörundsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og Þróttarinn Katla Tryggvadóttir skoraði síðan tvívegis eftir að hafa komið inn á sem varamaður í þeim síðari. Snædís María Jörundsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 á 9. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Sædísi Rún Heiðarsdóttur. Sædís Rún vann boltann og lagði boltann fyrir á Snædísi eftir að þær höfðu áður farið í skemmtilegt þríhyrningaspil. Sædís Rún skoraði síðan sjálf á 20. mínútu eftir frábæran sprett upp miðjuna og þrumuskot fyrir utan teig í bláhornið. Íslenska nítján ára landsliðið í fótbolta gerði frábæra hluti á mótinu í Portúgal.KSÍ Wales náði að minnka muninn snemma í seinni hálfleiknum en þá var komið að ótrúlegri innkomu Kötlu Tryggvadóttur. Katla kom inn á sem varamaður eftir nákvæmlega sextíu mínútur og 24 sekúndum síðar var búin að skora þriðja markið. Í raun liðum bara fjórtán sekúndur frá því að leikurinn fór aftur í gang þar til að Katla skoraði. Hún vann boltann sjálf í háspressunni, kom sér framhjá varnarmanni, lék inn í teig og skoraði með laglegu skoti í stöngina og inn. Katla skoraði síðan aftur sextán mínútum síðar þegar hún fylgdi eftir vítaspyrnu sem hún fékk en lét verja frá sér. Íslensku stelpurnar enduðu því með fullt hús stiga á mótinu en þær höfðu áður unnið sigra á Portúgal og Póllandi. Fyrsti leikurinn á móti Póllandi vannst 4-2 og leikur tvö vannst 3-2 á móti Portúgal. Fyrirliðinn Sædís Rún og Katla voru markahæstar hjá íslenska liðinu á mótinu með fjögur mörk hvor en þær skoruðu í öllum leikjum liðsins. Snædís María var síðan með tvö mörk á mótinu. Margrét Magnúsdóttir er þjálfari íslenska liðsins og greinilega að gera mjög flotta hluti með stelpurnar. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira
Íslensku stelpurnar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og skoruðu í þeim ellefu mörk. Frábær frammistaða hjá framtíðarleikmönnum kvennalandsliðsins. Stjörnustelpurnar Snædís María Jörundsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og Þróttarinn Katla Tryggvadóttir skoraði síðan tvívegis eftir að hafa komið inn á sem varamaður í þeim síðari. Snædís María Jörundsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 á 9. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Sædísi Rún Heiðarsdóttur. Sædís Rún vann boltann og lagði boltann fyrir á Snædísi eftir að þær höfðu áður farið í skemmtilegt þríhyrningaspil. Sædís Rún skoraði síðan sjálf á 20. mínútu eftir frábæran sprett upp miðjuna og þrumuskot fyrir utan teig í bláhornið. Íslenska nítján ára landsliðið í fótbolta gerði frábæra hluti á mótinu í Portúgal.KSÍ Wales náði að minnka muninn snemma í seinni hálfleiknum en þá var komið að ótrúlegri innkomu Kötlu Tryggvadóttur. Katla kom inn á sem varamaður eftir nákvæmlega sextíu mínútur og 24 sekúndum síðar var búin að skora þriðja markið. Í raun liðum bara fjórtán sekúndur frá því að leikurinn fór aftur í gang þar til að Katla skoraði. Hún vann boltann sjálf í háspressunni, kom sér framhjá varnarmanni, lék inn í teig og skoraði með laglegu skoti í stöngina og inn. Katla skoraði síðan aftur sextán mínútum síðar þegar hún fylgdi eftir vítaspyrnu sem hún fékk en lét verja frá sér. Íslensku stelpurnar enduðu því með fullt hús stiga á mótinu en þær höfðu áður unnið sigra á Portúgal og Póllandi. Fyrsti leikurinn á móti Póllandi vannst 4-2 og leikur tvö vannst 3-2 á móti Portúgal. Fyrirliðinn Sædís Rún og Katla voru markahæstar hjá íslenska liðinu á mótinu með fjögur mörk hvor en þær skoruðu í öllum leikjum liðsins. Snædís María var síðan með tvö mörk á mótinu. Margrét Magnúsdóttir er þjálfari íslenska liðsins og greinilega að gera mjög flotta hluti með stelpurnar.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira