„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 13:20 Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Vísir/Margrét Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna. Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna.
Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01
Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33