Enginn er öruggur þegar fyrrverandi eigandi Leeds er nærri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 15:31 Leeds United náði aldrei flugi með Massimo Cellino sem eiganda. Vísir/Getty Images Hinn 66 ára gamli Massimo Cellino, fyrrverandi eigandi Leeds United og núverandi eigandi Brescia á Ítalíu, elskar að reka og ráða þjálfara. Segja mætti að það sé ástríða hans í lífinu. Eftir að hafa mistekist að kaupa West Ham United tókst árið 2010 tókst Cellino loks að festa kaup á ensku knattspyrnufélagi þegar hann keypti meirihluta í Leeds árið 2014. Við tóku þrjú mögur ár þar sem reglulega var skipt um þjálfara ásamt því að Cellino var ítrekað í fréttum vegna skatta- og fjárhagsvandræða. Hann seldi hlut sinn í Leeds árið 2017 og keypti í kjölfarið B-deildarlið Brescia. Hann var því eigandi liðsins þegar það fékk Birki Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson í sínar raðir árið 2020. Segja má að lítill stöðugleiki hafi ríkt hjá Brescia síðan Cellino eignaðist liðið en líkt og hjá Leeds eru þjálfarar reknir ótt og títt. Á sínu fyrsta tímabili, 2017-18, réð hann alls fjóra þjálfara. Fíflagangurinn hefur haldið áfram og náði líklega nýjum hæðum á þessari leiktíð eins og blaðamaðurinn James Horncastle greindi nýverið frá. Brescia sack Clotet, appoint Aglietti, sack him three weeks later, bring back Clotet, sack Clotet again because why not, hire Possanzini, sack him after two games, prepare to hire Gastaldello. This might be the purest Cellino season yet #LUFC— James Horncastle (@JamesHorncastle) February 20, 2023 „Brescia rak [Pep] Clotet, réð [Alfredo] Aglietti, rak hann þremur vikum seinna til að ráða Clotet aftur og reka hann. Réð [Davide] Possanzini, rak hann eftir tvo leiki og stefnir nú á að ráða [Daniele] Gastaldello.“ Brescia er í 19. sæti ítölsku B-deildarinnar með 25 stig að loknum 25 leikjum. Þó aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Eftir að hafa mistekist að kaupa West Ham United tókst árið 2010 tókst Cellino loks að festa kaup á ensku knattspyrnufélagi þegar hann keypti meirihluta í Leeds árið 2014. Við tóku þrjú mögur ár þar sem reglulega var skipt um þjálfara ásamt því að Cellino var ítrekað í fréttum vegna skatta- og fjárhagsvandræða. Hann seldi hlut sinn í Leeds árið 2017 og keypti í kjölfarið B-deildarlið Brescia. Hann var því eigandi liðsins þegar það fékk Birki Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson í sínar raðir árið 2020. Segja má að lítill stöðugleiki hafi ríkt hjá Brescia síðan Cellino eignaðist liðið en líkt og hjá Leeds eru þjálfarar reknir ótt og títt. Á sínu fyrsta tímabili, 2017-18, réð hann alls fjóra þjálfara. Fíflagangurinn hefur haldið áfram og náði líklega nýjum hæðum á þessari leiktíð eins og blaðamaðurinn James Horncastle greindi nýverið frá. Brescia sack Clotet, appoint Aglietti, sack him three weeks later, bring back Clotet, sack Clotet again because why not, hire Possanzini, sack him after two games, prepare to hire Gastaldello. This might be the purest Cellino season yet #LUFC— James Horncastle (@JamesHorncastle) February 20, 2023 „Brescia rak [Pep] Clotet, réð [Alfredo] Aglietti, rak hann þremur vikum seinna til að ráða Clotet aftur og reka hann. Réð [Davide] Possanzini, rak hann eftir tvo leiki og stefnir nú á að ráða [Daniele] Gastaldello.“ Brescia er í 19. sæti ítölsku B-deildarinnar með 25 stig að loknum 25 leikjum. Þó aðeins þremur stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira