Ekki refsað fyrir að minnast Atsu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 16:00 Mohammed Kudus og liðsfélagar hans í Ajax eftir að Kudus skoraði í gær. Hann slapp við spjald fyrir að fara úr liðstreyju sinni. Getty Dómari í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta fór á svig við reglurnar til að sýna því virðingu þegar Mohammed Kudus minntist síns gamla félaga Christian Atsu. Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira