Ásdís rifjar upp krossbandsslitin: „Ég bara grét og grét og grét“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 23:32 Ásdís Þóra Ágústsdóttir sleit krossband í mars árið 2021, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Vísir/Daníel Þór Sigurlaug Rúnarsdóttir fór af stað með Kvennakastið í seinustu viku þar sem fjallað verður um Olís-deild kvenna í handbolta. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur voru gestir hennar í fyrsta þætti og þar ræddu þær meðal annars um það þegar Ásdís sleit krossband. Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira