Ásdís rifjar upp krossbandsslitin: „Ég bara grét og grét og grét“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 23:32 Ásdís Þóra Ágústsdóttir sleit krossband í mars árið 2021, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Vísir/Daníel Þór Sigurlaug Rúnarsdóttir fór af stað með Kvennakastið í seinustu viku þar sem fjallað verður um Olís-deild kvenna í handbolta. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur voru gestir hennar í fyrsta þætti og þar ræddu þær meðal annars um það þegar Ásdís sleit krossband. Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“