Ásdís rifjar upp krossbandsslitin: „Ég bara grét og grét og grét“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 23:32 Ásdís Þóra Ágústsdóttir sleit krossband í mars árið 2021, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Vísir/Daníel Þór Sigurlaug Rúnarsdóttir fór af stað með Kvennakastið í seinustu viku þar sem fjallað verður um Olís-deild kvenna í handbolta. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur voru gestir hennar í fyrsta þætti og þar ræddu þær meðal annars um það þegar Ásdís sleit krossband. Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira
Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira