Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 19:32 Vísir/Vilhelm Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. Borgarskjalasafnið er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og geymir gríðarlegt magn upplýsinga, allt frá húsauppdráttum og einkaskjalasöfnum til gamalla einkunnaspjalda og nemendalista úr grunnskólum. Á fundi borgarráðs í fyrradag lagði borgarstjóri til að leggja niður safnið í sparnaðarskyni, en tillögunni var frestað. Samkvæmt tillögunni á að færa starfsemi safnsins á Þjóðskjalasafnið. Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar. Í yfirlýsingu frá stjórn Sagnfræðingafélags Íslands segir að ætlunin sé ekki að kasta rýrð á Þjóðskjalasafnið en að það yrði afturför ef stærsta sveitarfélag landsins yrði fyrst til að leggja niður eigið skjalasafn og missa þannig mikilvæga starfsemi Borgarskjalasafnsins. Gæta þurfi þess að söfn og menningarstofnanir á borð við Borgarskjalasafnið lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum. „Þess utan verður ekki séð að verulegir fjármunir sparist við þessa ráðstöfun en héraðsskjalasöfn njóta lögum samkvæmt styrks úr ríkissjóði samkvæmt því sem er ákveðið í fjárlögum hverju sinni,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands skorar á borgarstjórn að hætta við að leggja Borgarskjalasafnið niður og að efna þess í stað til samráðs um framtíð þess við fagfólk á sviði safnareksturs, skjalavörslu og sagnfræði. Reykjavík Söfn Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Borgarskjalasafnið er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og geymir gríðarlegt magn upplýsinga, allt frá húsauppdráttum og einkaskjalasöfnum til gamalla einkunnaspjalda og nemendalista úr grunnskólum. Á fundi borgarráðs í fyrradag lagði borgarstjóri til að leggja niður safnið í sparnaðarskyni, en tillögunni var frestað. Samkvæmt tillögunni á að færa starfsemi safnsins á Þjóðskjalasafnið. Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar. Í yfirlýsingu frá stjórn Sagnfræðingafélags Íslands segir að ætlunin sé ekki að kasta rýrð á Þjóðskjalasafnið en að það yrði afturför ef stærsta sveitarfélag landsins yrði fyrst til að leggja niður eigið skjalasafn og missa þannig mikilvæga starfsemi Borgarskjalasafnsins. Gæta þurfi þess að söfn og menningarstofnanir á borð við Borgarskjalasafnið lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum. „Þess utan verður ekki séð að verulegir fjármunir sparist við þessa ráðstöfun en héraðsskjalasöfn njóta lögum samkvæmt styrks úr ríkissjóði samkvæmt því sem er ákveðið í fjárlögum hverju sinni,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands skorar á borgarstjórn að hætta við að leggja Borgarskjalasafnið niður og að efna þess í stað til samráðs um framtíð þess við fagfólk á sviði safnareksturs, skjalavörslu og sagnfræði.
Reykjavík Söfn Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira