Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 19:17 Ragnar Eldur Linduson, íbúi í Vatnagörðum. Vísir/egill Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13
„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57