„Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 18:48 Sólveig Þorvaldsdóttir leiddi íslenska hópinn úti í Tyrklandi. Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi forstjóri Almannavarna ríkisins, leiddi hópinn sem fór til Tyrklands. Hún hefur gífurlega reynslu af björgunarstörfum og hefur verið á jarðskjálftasvæðum áður. „Það er alltaf jafn hroðalegt að sjá svona mikið af skemmdum húsum og þetta ömurlega ástand sem fólkið upplifir,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segir það vera mjög gefandi að sjá svona margar þjóðir koma saman við björgunarstörfin: „Það komu þarna 90 alþjóðarústabjörgunarsveitir. Það er mjög gefandi að sjá allt þetta starf og það gefur manni mikið að taka þátt í því. Ég er náttúrulega búin að vera í þessu svo lengi þannig ég þekki mikið af þessu fólki, það hjálpar líka til að láta þetta ganga hratt og vel.“ Aðspurð hvernig ástandið er úti núna segir Sólveig að það sé miklu betra en þegar þau komu. Enn sé þó nóg að gera. „Það er verið að vinna að því að taka niður þessar skemmdu byggingar en þetta er svolítið erfitt því í sumum getur verið lifandi fólk,“ segir hún. „Þannig menn þurfa að gera þetta mjög rólega. En það er verið að hreinsa götur og það er verið að koma betur ástandi á að hjálpa fólki sem er heimilislaus. Þetta er náttúrulega miklu betra núna heldur en þegar við komum.“ Á meðal þess sem Íslendingarnir gerðu úti var að aðstoða við samhæfingu alþjóðarústabjörgunarsveita. „Þegar þú ert með svona 90 björgunarsveitir þá fer náttúrulega heilmikil vinna í að passa það að samhæfa störfin, að það sé ákveðið kerfi okkar megin sem tengist síðan samhæfingarkerfi heimamanna,“ segir Sólveig. „Í þessum alþjóðarústabjörgunarsamtökum erum við búin að vera að þróa kerfi núna í áratugi, þetta er svolítið sérhæft þannig við vorum að vinna í því að koma upp þessu kerfi og fylgja því eftir. Þetta er að aðstoða allar þessar sveitir við að komast í verkefnin.“ Stærri atburður en á æfingunni Síðasta haust var haldin æfing í Tyrklandi fyrir alþjóðarústabjörgunarsveitir. Sólveig var þar æfingastjóri. Hún segir atburðinn hafa verið mun stærri en sá sem var í æfingunni. „Ég var æfingastjóri í Tyrklandi fyrir alþjóðarústasveitir. Það sem kannski hefði mátt vera betra á æfingunni var einmitt hvernig við tengjumst inn í kerfi heimamanna á svo mörgum stöðum. Við vorum sem sagt með aðalsamhæfingarstöðina sem við stýrðum og síðan vorum við með ellefu undirsamhæfingarstöðvar. Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft.“ Frábært að vera komin heim Sólveig segir þá að það sé gott að vera komin heim. „Frá því að maður fékk fyrsta símtalið og núna eru komnir tólf dagar. Þannig þetta er ákveðið álag,“ segir hún. „Þú veist ekkert endilega hvar þú sefur næstu nótt, þú veist ekki hvar þú kemst á klósett. Við erum náttúrulega með okkar búðir og okkar klósett en það er samt sem áður alltaf svo mikil óvissa, sérstaklega í byrjun. Síðan verður líka lýjandi að gista í tjöldum í ákveðinn tíma og vera að vinna við erfiðar aðstæður. Þó svo maður sé með tölvu og internet þá er þetta í búðum. Það var frábært að fá tækifæri til þess að fara þarna út að hjálpa en það er frábært líka að vera komin heim“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi forstjóri Almannavarna ríkisins, leiddi hópinn sem fór til Tyrklands. Hún hefur gífurlega reynslu af björgunarstörfum og hefur verið á jarðskjálftasvæðum áður. „Það er alltaf jafn hroðalegt að sjá svona mikið af skemmdum húsum og þetta ömurlega ástand sem fólkið upplifir,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segir það vera mjög gefandi að sjá svona margar þjóðir koma saman við björgunarstörfin: „Það komu þarna 90 alþjóðarústabjörgunarsveitir. Það er mjög gefandi að sjá allt þetta starf og það gefur manni mikið að taka þátt í því. Ég er náttúrulega búin að vera í þessu svo lengi þannig ég þekki mikið af þessu fólki, það hjálpar líka til að láta þetta ganga hratt og vel.“ Aðspurð hvernig ástandið er úti núna segir Sólveig að það sé miklu betra en þegar þau komu. Enn sé þó nóg að gera. „Það er verið að vinna að því að taka niður þessar skemmdu byggingar en þetta er svolítið erfitt því í sumum getur verið lifandi fólk,“ segir hún. „Þannig menn þurfa að gera þetta mjög rólega. En það er verið að hreinsa götur og það er verið að koma betur ástandi á að hjálpa fólki sem er heimilislaus. Þetta er náttúrulega miklu betra núna heldur en þegar við komum.“ Á meðal þess sem Íslendingarnir gerðu úti var að aðstoða við samhæfingu alþjóðarústabjörgunarsveita. „Þegar þú ert með svona 90 björgunarsveitir þá fer náttúrulega heilmikil vinna í að passa það að samhæfa störfin, að það sé ákveðið kerfi okkar megin sem tengist síðan samhæfingarkerfi heimamanna,“ segir Sólveig. „Í þessum alþjóðarústabjörgunarsamtökum erum við búin að vera að þróa kerfi núna í áratugi, þetta er svolítið sérhæft þannig við vorum að vinna í því að koma upp þessu kerfi og fylgja því eftir. Þetta er að aðstoða allar þessar sveitir við að komast í verkefnin.“ Stærri atburður en á æfingunni Síðasta haust var haldin æfing í Tyrklandi fyrir alþjóðarústabjörgunarsveitir. Sólveig var þar æfingastjóri. Hún segir atburðinn hafa verið mun stærri en sá sem var í æfingunni. „Ég var æfingastjóri í Tyrklandi fyrir alþjóðarústasveitir. Það sem kannski hefði mátt vera betra á æfingunni var einmitt hvernig við tengjumst inn í kerfi heimamanna á svo mörgum stöðum. Við vorum sem sagt með aðalsamhæfingarstöðina sem við stýrðum og síðan vorum við með ellefu undirsamhæfingarstöðvar. Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft.“ Frábært að vera komin heim Sólveig segir þá að það sé gott að vera komin heim. „Frá því að maður fékk fyrsta símtalið og núna eru komnir tólf dagar. Þannig þetta er ákveðið álag,“ segir hún. „Þú veist ekkert endilega hvar þú sefur næstu nótt, þú veist ekki hvar þú kemst á klósett. Við erum náttúrulega með okkar búðir og okkar klósett en það er samt sem áður alltaf svo mikil óvissa, sérstaklega í byrjun. Síðan verður líka lýjandi að gista í tjöldum í ákveðinn tíma og vera að vinna við erfiðar aðstæður. Þó svo maður sé með tölvu og internet þá er þetta í búðum. Það var frábært að fá tækifæri til þess að fara þarna út að hjálpa en það er frábært líka að vera komin heim“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira