Eldræða um forstjóralaun: „Ekki grundvöllur til að tala um sammannleg gildi eða siðferði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 10:17 Arnmundur Ernst og Erla María voru gagnrýnin á forstjóralaun. Bylgjan „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði. Að mínu mati.“ Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu. Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu.
Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07