Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 09:05 Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir og Eygló Árnadóttir voru gestir í Karlmennskunni. Karlmennskan Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. „Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira