Verkfallsaðgerðum frestað Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 21:04 Sólveig Anna og Eflingarfélagar hafa frestað verkfallsaðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Með skottið fullt af próteini Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira