„Jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 21:01 Prófessor í næringarfræði segir fræolíur mjög hollar í hófi og furðar sig á umræðu um meinta skaðsemi þeirra síðustu misseri. Olíurnar finnist gjarnan í óhollum mat - og í honum liggi vandinn, ekki olíunum sjálfum. Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“ Neytendur Matur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“
Neytendur Matur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira