Hafði áhyggjur af því að þjálfarinn myndi fá hjartaáfall og deyja á bekknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Guðjón Valur Sigurðsson og Nikolaj Jakobsen fallast í faðma eftir leik árið 2019. Photo by Michael Deines/picture alliance via Getty Images Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, fer ýtarlega yfir feril sinn á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins í grein sem birtist fyrr í dag. Þar minnist hann meðal annars tíma síns hjá Rhein-Neckar Löwen þegar Daninn Nikolaj Jakobsen stýrði liðinu. Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“ Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira